Alcoa Fjarðaál

Árið 2021 gerði Alcoa Fjarðaál verksamning við Malbikun Norðurlands til þriggja ára. Stærsti verkþáttur samningsins var að endurnýja slitlag á álbraut Alcoa. Álbrautin er 8,5 metra breiður malbikaður vegur sem notaður er undir flutning á fljótandi áli frá framleiðslukerjum Alcoa í steypuskála þar sem álið er steypt í þær framleiðslueiningar sem Alcoa býður uppá. Á hverjum sólarhring 365 daga ársins eru keyrð um það bil 1.000 tonn af fljótandi áli um álbrautina.

Sléttleika og þverhallakröfur voru því miklar í þessu verki, þar sem ekki má sitja vatn á brautinni sem skapað getur hálku yfir vetrarmánuðina.
Álbrautin var heilfræst og endurlögð að fullu 13.000m2, allt fræsefni var endurlagt inná svæði Alcoa í bílastæði og gönguleiðir. 

Ásamt álbrautinni voru bílaplön og athafnasvæði malbikuð sem töldu 5.000 m2 í heilda.