Um okkur

Malbikun Norðurlands er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki sem staðsett er á Akureyri. Malbikun Norðurlands sérhæfir sig í malbikunarframkvæmdum og leggur
mikla áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð ásamt því að leggja kappkost á að vera með fyrsta flokks tækjakost á hverjum tíma fyrir sig, sem gerir starfsfólki okkar
kleift að skila hámarks árangri í hverju verki.

Við tökum að okkur allt sem viðkemur útlagningu malbiks, fræsingu, ráðgjöf og þjónustum viðskiptavini okkar um land allt.
Starfsmenn Malbikun Norðurlands búa yfir áralangri reynslu af malbiksvinnu og hafa metnað til að skila framúrskarandi vinnu fyrir viðskiptavini okkar.

Árið 2023 hlutum við fyrst nafnbótina um framúrskarandi fyrirtæki sem við erum afar stoltir af, því er að þakka öflugu starfsfólki okkar og traustum viðskiptavinum.