Frá árinu 2019 hefur Malbikun Norðurlands þjónustað sveitarfélagið Múlaþing í malbikun. Sveitarfélagið samanstendur af fjórum bæjarstæðum Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Borgarfjörður Eystri og Djúpivogur. Mikið er um að vera í sveitarfélaginu sem kallar á mikla endurnýjun malbiks ásamt nýlagna á götum og plönum sveitarfélagsins. Hér má sjá lítið brot af þeim fjöldamörgu verkum sem unnin hafa verið fyrir sveitarfélagið.