Árið 2020 tókum við að okkur að leggja malbik á spyrnubraut Bílaklúbbs Akureyrar. Verkefnið var mjög krefjandi þar sem kröfur um sléttaleika voru miklar, því var ákveðið að styðjast við GPS tækni frá TopCon til að uppfylla þær kröfur. Við fengum til liðs við okkur ítalskan sérfræðing frá TopCon sem starfar við hönnun kappakstursbrauta. Í verkefnið fóru 3.500 tonn af malbiki sem við lögðum út á fimm dögum.