Hrísey

Árið 2020 tókum við hjá Malbikun Norðurlands að okkur ásamt Finn ehf að flytja og leggja tæp 1.000 tonn af malbiki í Hrísey. Í verkefnið leigðum við efnisskip frá Björgun ehf. Smíðað var ílát í skipið til að tryggja hámarks gæði á malbikinu í flutning. Ílátið var tankur sem skorinn var í tvennt og lagður saman með einangrunarlagi á milli til að tryggja lágmarks kælingu malbiksins á siglingatímanum.

Verkefnið tók 3 daga í heildina. Malbikið var framleitt í tveimur malbikunarstöðvum á Akureyri, þaðan var því keyrt á hafnarbakkann á Dalvík þar sem skipið ''Pétur Mikli'' tók á móti malbikinu. Skipið tók 200 tonn af malbiki í hverri ferð og silgdi alls 5 ferðir. Finnur ehf sá um jöfnun og undirbúning á götum í Hrísey, moka í og úr skipinu ásamt því að flytja malbikið á verkstað.

Gríðarlega skemmtilegt en krefjandi verkefni, hér má sjá myndir og myndband af verkefninu sem gaman er að skoða!