Árið 2023 tókum við að okkur fræsingar og malbiksverkefni fyrir Heflun ehf í Almannaskarðsgöngum. Breikka þurfti göngin um 50cm til að koma fyrir steyptum kanntsteini á báðar vegaxlir í göngunum, við þetta færðist miðjulínan í göngunum sem varð til þess að fræsa þurfti í burt ´´hvinröndina'' sem liggur á miðjulínu vegarins. Fræsa þurfti lás í aðra vegöxlina ásamt því að losna við hvinröndina og handleggja síðan utan á vegöxlina og í sárið í miðju vegarins eftir fræsingu. Alls taldi þetta 2.500m lásafræsingu ásamt handlögn, skemmtilegt en krefjandi verkefni þar sem umferð var á göngunum allan verktímann.